Flatey á Skjálfanda

FJÖR Í FLATEY

Flatey á Skjálfanda

Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og stórbrotið fuglalíf. Gentle Giants býður uppá allskonar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt grillaðstöðu.

Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og hefur mikla reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar Flateyjarferðir.

Nánari upplýsingar um Flatey, sögu og fuglalíf í eyjunni

Flatey á Skjálfandaflóa - frá Húsavík
Flatey ný umhverfisvæn bygging

BÁTALEIGA

Fjölbreyttir möguleikar hefðbundnir eikarbátar, RIB hraðbátar* eða trefjaplastbátur.

Innifalið: Skutl Húsavík-Flatey- Húsavík, áhöfn, hlýir gallar um borð, öll tilskilin leyfi og réttindi til farþegaflutninga.

*RIB hraðbátar eru ekki fyrir hjart– og bakveika, óléttar konur eða börn undir 8 ára.

Flateyjarskutl einnig í boði – skutl út í eyju og sótt annan dag.

VEITINGAR

Gentle Giants er í samstarfi við hæfileikaríka kokka sem geta borið fram ljúffengan gæðamat við öll tilefni. Hráefni eru frá heimabyggð.

Tveggja rétta matseðill – hópur kemur með eigin drykki.

5* VIP þriggja rétta matseðill – vín og drykkir innifalið.

Innifalið: Matur skv. fyrirfram ákveðnum matseðli fyrir hópinn, kokkur á staðnum, borðbúnaður, allur undirbúningur og flutningur á mat, búnaði og kokki. Vegan matseðill einnig í boði.

AÐSTAÐA

Leiga á húsnæði GG
Ný og glæsileg (GRÆN) VIP bygging með stórum veislusal og aðstöðu inni fyrir allt að 60 manns og salerni.

Útiaðstaða og grillpallur
Langborð þar sem staðið er utanhúss ásamt grillpalli. Pláss er fyrir allt að 60 manns.

ÖNNUR ÞJÓNUSTA

  • Leiðsögn um eyjuna
  • Tónlistarmaður lifandi tónlist
  • Varðeldur í fjöru
  • Jógakennari
  • Leiðsögumaður í fuglaskoðun
  • Hópefli
  • Afnot af Flateyjarkirkju

FÁ TILBOÐ Í SÉRFERÐ

Fullorðnir / Börn 8-12 / Börn 0-7
Leiðsögn um Flatey á Skjálfanda Lifandi tónlist í Flatey Leiðsögn um Flatey
Flatey church_SG
Dining 2022_SG.jpg
Chefs in Flatey_main course
indoor-everyone.jpg
Bonfire.jpg
GG10_SG_Yoga_Flatey_7.JPG
Gentle Giants – support to nature

Hunang Hunang logo