FRÉTTATILKYNNING 13/4: ENGIN HÆTTA Á FERÐUM


Vart varð við lítilsháttar reyk um borð í einum af hvalaskoðunarbátunum okkar í morgun á útleið frá Húsavík; skammt utan við höfnina. Veður var hið besta og allar aðstæður góðar. Eftir um 30 min siglingu varð skipstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis. 

Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda. Farþegum og áhöfn heilsast  vel og allir heilir.

Báturinn okkar kom í höfn um hádegisbil og farþegarnir að lokinni hvalaskoðunarferð á Skjálfanda síðar í dag. 

Viðbragðsáætlun virkaði 100%.

Við færum öllum þeim bestu þakkir sem þátt tóku í þessari aðgerð; til lands og sjávar.

Fyrir hönd GG,

Stefán Guðmundsson
Forstjóri & markaðsstjóri

-DA

Hunang Hunang logo